Fréttir

Þrír golfvellir á Íslandi fá frábæra dóma
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 7. október 2024 kl. 10:52

Þrír golfvellir á Íslandi fá frábæra dóma

Þrír golfvellir á Íslandi fengu frábæra dóma hjá atvinnukylfingnum Zac Radford frá Bandaríkjunum. Hann kom hér í sumar og lék Hvaleyrarvöll, Brautarholt og golfvöllinn í Vestmannaeyjum.

Radford er atvinnukylfingur og vinsæll áhrifavaldur og heimsækir golfvelli um allan heim. Hann leikur vellina og gerir innslög sem hann birtir á Youtube, myndar sinn leik og sýnir drónamyndir.

Í Íslandsheimsókninn segir hann þessa þrjá velli alla „bucket-list“ golfvelli, kylflingar ættu ekki að láta þá framhjá sér fara. Kappinn er góður kylfingur, er með vel á annað hundrað þúsund fylgjendur og innslögin eru áhugaverð.